HEILSUMAMMAN - 65 næringarríkar uppskriftir


ISK 2.800


Eftir að hafa selt hér á vefnum “nammi” uppskriftir og fengið alveg svakalega góðar viðtökur ákvað ég að endurtaka leikinn. Útkoman er heftið “65 næringarríkar uppskriftir sem næra, hressa og bæta”.

Heftinu er skipt í 5 flokka sem eru: morgunmatur, hádegismatur, millimál, kvöldmatur og helgargotterí. Það er svipað mikið magn af uppskriftum í hverjum flokki eða ca. 10-14. Það eru ekki myndir af öllum réttunum, en í hverjum kafla eru 9 myndir eða 45 myndir í heftinu öllu.

Það sem ég hafði til hliðsjónar vð valið á uppskriftum var það að þær væru einfaldar, innihéldu hráefni sem er til á flestum heimilum eða amk. til í næsta stórmarkaði. Þetta eru allt mjög hreinar uppskriftir og henta bæði þeim sem vilja “taka til” í mataræðinu en eins þeim sem eru bara alltaf á höttunum eftir þægilegum og góðum, nærringarríkum uppskriftum. Nær allar uppskriftirnar eru mjólkurlausar, glúteinlausar og sykurlausar. (Það eru einhverjar örlitlar undantekningar, t.d. uppskrift af góðri spelt-tortillu og minnst á fetaost eða örlítin parmesan ost einhverstaðar ;) )

Heftið er 35 blaðsíður, inniheldur 65 uppskriftir ásamt fróðleik hér og þar og kostar 2800 kr sent heim að dyrum.

Gott er að hafa uppskriftirnar við hendina. Stundum er ég jafn fljót að búa til uppskriftina, t.d. hrökkbrauð eða súpu eins og að fara í tölvuna til að finna uppskrift af því sem ég ætla að gera, það er ekki endilega af því að ég er svo lengi að finna uppskriftina, það er bara svo margt sem getur tafið og truflað ;)

Það er mín von að ykkur eigi eftir að þykja þetta hjálpargagn gagnlegt í eldhúsinu
Related ProductsTil bakaSvæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré