Skilmálar

Skilmálar

Vefversluninn Heilsutorg.is er með fjölbreytt úrval af fatnaði, skóm, og fylgihlutum fyrir dömur, herra og börn. Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Heilsutorg.is vefverslun. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. En það getur komið fyrir því við erum mannleg


Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Caty Capital ehf, kt: 611103-3360 til húsa að Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Verð

Öll verð í netverslun eru með 25,5% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvilla.

Hlaup og námskeið eru án virðisaukaskatts.

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með bankamillifærslu, en þá hefur greiðandi 12 klukkustundir til að ganga frá greiðslu í gegnum bankann frá því að pöntun er gerð. Sé greiðsla ekki móttekin innan þessa tíma mun pöntunin eyðast.

Einnig er hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard / Mastercard, Amex, JCB Visa. Með Netgíró þarf að skrá sig inn á negiro.is með kennitölu og lykilorði og velja milli mismunandi greiðslumáta. Þegar gengið hefur verið frá kaupum, mun reikningur frá Negíró birtast í netbanka með lagmarki 14 daga vaxtarlausum greiðslufresti. Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Dalpay

Afhending og sendingarkostnaður

Það er frí heimsending um allt land. Pakkar eru sendir með Póstinum heim að dyrum eða á það pósthús sem er næst kaupanda. Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilsfang en kaupandans t.d. ef um gjöf er að ræða. Ef pakki er sendur á vinnustað er mikilvægt að fram komi nafn vinnustaðarins og „berist til“ aðilans sem pantað hefur. Þeir pakkar eru bornir út um miðjan dag. Um leið og Pósturinn fær pöntun þína í hendurnar, færðu sms með staðfestingu um að þinn pakki verði væntanlegur í kvöld eða á morgun.

Það tekur í flestum tilvikum 2 – 4 daga að fá vöruna í hendur eftir að pöntun er gerð en pantanir eru ekki sendar út á laugardögum og sunnudögum né helgidögum.


HEILSUTORG BÝÐUR VERÐVEND

LÆGRA VERÐ – ENDURGREIÐSLA:
Ef þú hefur keypt vöru í vefverslun Heilsutorgs og finnur sömu vöru á lægra verði í annarri verslun, þá endurgreiðum við þér mismuninn. Senda þarf kassakvittu til Heilsutorg og við endurgreiðum mismuninn samdægus. Gildir í tvær vikur frá kaupdegi og gildir um allar vörur nema útsölu- eða tilboðsvöru. Gildir um allar vörur nema sund- og undirfatnað og útsöluvörur nema annað sé tekið fram.


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Varan er endurgreidd að fullu ef henni er skilað innan 14 daga og ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Ef þið viljið skipta eða skila vöru þá er ykkur velkomið að hafa samband við verslun@heilsutorg.is

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.


Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á Heilsutorg.is eru eign iSport ehf og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá iSport. Heilsutorg.is er skráð vörumerki í eigu iSport og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis.


Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.


Hafa samband

Sendið okkur línu á verslun@heilsutorg.is ef þið hafið eitthverjar fyrirspurnir og við svörum þér eins fljótt og auðið er.
Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré